Our sea angling tours
„Áttu fisk í soðið“ er spurning sem sjómenn fá oft þegar þeir koma í land. Nú gefst þér tækifæri til að veiða þinn eigin fisk í „soðið“ því við bjóðum upp á veiðiferðir sem henta öllum. Veiðiferðin hefst í gömlu höfninni í Reykjavik þaðan sem haldið er út á fiskimiðin í Faxaflóa undir leiðsögn reynds skipstjóra og fróðra og hjálpsamra háseta.
Ferðin tekur um 3 tíma og þú getur látið fara vel um þig hvort sem er út eða inni. Á útleið er upplagt að virða fyrir sér hið stórkostlega útsýni sem við blasir yfir borgina. Útsýni sem landsmönnum (lesist „landkröbbum“) býðst sjaldan.
Þegar á fiskimiðin er komið fá allir sína veiðistöng og tilsögn í notkun hennar og svo byrjar fiskiríið. Sumir segja að þú sért ekki sannur Íslendingur nema þú hafir veitt fisk úr söltum sjó. Okkur þykir alltaf jafn gaman að sjá viðbrögð fólks sem dregur sinn fyrsta fisk um borð. Algengast er veiða þorsk en ýmsar aðra tegundir bíta stundum á hjá okkur eins og ufsi, steinbítur, ýsa, karfi og makríll.
Á heimleiðinni grillum við hluta aflans og svo er blásið til veislu. Þeir sem vilja geta tekið fisk í soðið og eldað heima.
Báturinn okkar heitir Christina og hentar vel í sjóstöng. Um borð er góð aðstaða inni sem úti og nægt pláss fyrir alla. Salerni og snyrtiaðstaða er um borð. Við bjóðum upp á vatn og gos er til sölu fyrir þá sem vilja. Við höfum á að skipa reyndum mannskap, skipstjórinn er hokinn af reynslu og hásetarnir liðlegir.
GOTT AÐ VITA
MUNIÐ EFTIR MYNDAVÉLINNI
HLÝR FATNAÐUR) OG STÍGVÉL VIRKA VEL
YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ TAKA NESTI
ÞAÐ ER SALERNI UM BORÐ
BESTU VEIÐISTAÐIRNIR
VIÐ LEGGJUM TIL ALLAN BÚNAÐ
AÐEINS VANIR MENN Í HÁHÖFN
Áætlun
FRÁ 15 MAÍ FRAM TIL 15 SEPT
TÍMI: 3 KLST.
ALLA DAGA VIKUNAR
- 17:00
- Fullorðnir: 12.990 kr
- Börn 7-15 ára: 6.500 kr
- Ungbörn: 0–6 frítt
Taktu krakkanna með
HÁPUNKTAR
3 tíma ferð með leiðsögn
Gjöful fiskimið
Allur búnaður innifallinn
Líklegur fengur
Ýsa
Ýsan finnst allt í kringum Ísland. Hún er mun algengari við sunnan- og vestanvert landið en í kalda sjónum norðanlands og austan. Oft er mikið um ýsu við Ingólfshöfða, Dyrhólaey og Vestmannaeyjar auk Faxaflóa, í Breiðafirði og við Ísafjarðardjúp. Ýsan er grunnsævis- og botnfiskur sem lifir á 10-200 metra dýpi og stundum dýpra á leir- og sandbotni. . Hún er náskyld þorski og verður allt að metri að lengd og 20 kíló að þyngd. Hún er blágrá að lit, með svarta rönd eftir síðunni og skeggþráð á neðri góm. Fæða ýsu er fjölbreytileg, hún étur ýmis botndýr s.s. skelja, snigla og marflær og smáfiska eins og sandsíli, loðnu.
Steinbítur
Steinbítur er fiskur sem lifir í sjó um allt Norður-Atlantshafið, bæði að austan og vestan. Hann er sívalur og aflangur og hreistrið er smátt og inngróið sem gerir hann sleipan. Einn bakuggi liggur eftir endilöngum hryggnum og sömuleiðis einn langur gotraufaruggi frá gotraufinni að sporði að neðan. Bakugginn og bakið eru blágrá að lit með dökkum þverröndum, en kviðurinn er ljósari. Í bæði efri og neðri góm er steinbítur með sterkar vígtennur til að bryðja skeljar skeldýra og krabbadýra sem hann nærist á. Hann missir þessar tennur um hrygningartímann í október-nóvember og sveltur þá þar til nýjar tennur vaxa. Hann verður yfirleitt um 80 cm langur, en getur orðið allt að 125 cm. Hann heldur sig á leir- eða sandbotni á 20-300 metra dýpi. Steinbítur er er vinsæll matfiskur, með þétt, hæfilega feitt, hvítt kjöt sem er auðvelt að matreiða.
Þorskur
Þorskur er straumlínulaga fiskur, kjaftstór og með skeggþráð á höku. Fiskurinn notar skeggþráðinn til að leita að fæðu á sjávarbotni. Litur er breytilegur eftir aldri og umhverfi en oftast eru þorskar gulgráir á baki og hliðum með dökkum deplum. Ungir þorskar eru rauðleitir eða brúnir, þeir lifa gjarnan í þaraskógum og þessir litir falla vel inn í umhverfið þar. Eldri þorskar eru oft gulgráir með dökkum blettum að ofan og á hliðum og ljósari að neðan. Bakuggar þorsks eru þrír og raufaruggar tveir, eyruggar eru stórir og rákin er mjög greinileg. Þorskurinn lifir í Norður-Atlantshafi og allt í kringum Ísland. Þorskurinn er botnfiskur sem lifir frá nokkurra metra dýpi niður á 600 m eða dýpra á sand- og leirbotni sem og hraun- og kóralbotni. Hrygningin hefst venjulega síðari hluta mars hérlendis og er lokið í byrjun maí, aðallega á grunnum undan Suðurlandi fráReykjanesi austur í Meðallandsbug. Hún fer fram á um 50-100 m dýpi miðsævis og getur fjöldi eggja verið frá hálfri milljón upp í 10-15 milljónir. Hrygna getur verið að hrygna í 6-8 vikur, í minni skömmtum með 2-3 daga millibili. Klak tekur 2-3 vikur og eru lirfur um 5 mm við klak. Þegar seiðin eru um 5-8 cm löng leita þær botns. Getur þorskurinn orðið hátt í tveir metrar á lengd og var sá elsti sem veiðst hefur við Íslandsstrendur 17 ára gamall.